Sagan Drakúla sem rituð var af írska rithöfundinum Bram Stoker kom fyrst út árið 1897. Hún fjallar um vampíruna Drakúla greifa og tilraun hans til að flytja sig um set frá Transilvaníu til Englands að verða sér út um nýtt blóð til að geta breitt út bölvun vampírunnar. Drakúla fær aldeilis ekki frítt spil í þessari viðleitni sinni því hópur fólks undir stjórn prófessorsins Abraham Van Helsing kemst á snoðir um tilvist hans og áform hans og við tekur hatrömm barátta milli þeirra og vampírunnar. Varð sagan strax vinsæl og hafa þær vinsældir haldist síðan.
Þó svo að sagan af Drakúla sé án nokkurs vafa kunnasta vampíru sagan var hún ekki fyrsta skáldsagan um vampírur. Joseph Thomas Sheridan Le Fanu sem einnig var írskur hafði skrifað fjöldann allan af dulrænum sögum og saga hans um lesbísku vampíruna Carmillu kom út aldarfjórðungi fyrr eða árið 1871.
Til gamans má geta þess að Stoker tileinkaði söguna rithöfundinum og besta vini sínum Hall Caine en sá skrifaði söguna The Bondman sem gerist á Íslandi.